Tímarit Máls og menningar er víðlesnasta menningartímarit Íslendinga og kemur út fjórum sinnum á ári – í febrúar, maí, september og nóvember. Ritstjóri er Guðmundur Andri Thorsson. Hvert hefti er yfir 140 síður og geymir greinar, viðtöl, pistla, nýsmíðar og gagnrýni af ýmsu tagi.