Sóllilja er rótlaus Reykjavíkurstelpa sem býr í kjallaranum hjá ömmu ásamt dóttur sinni og móðurbróður. Hún á það til að vera bæði hraðlygin og kærulaus og veit ekki alveg hvort hún á að halda sig við lögfræðinemann sem á framtíðina fyrir sér eða velja kvensama miðaldra blaðamanninn. Halda áfram í háskólanum og vera síblönk eða fara að vinna?

En þegar hún finnur af tilviljun mynd falda á bak við fallegu trúlofunarmyndina af afa og ömmu koma brestir í skorður hversdagsins. Smám saman fá bernskuminningarnar nýja merkingu og raddir fortíðar annan blæ. Það reynast fleiri kunna að ljúga en Sóllilja.

Fjörug og spennandi kynslóðasaga eftir nýja höfund. Hugrún Hrönn Kristjánsdóttir er íslenskufræðingur og hefur meðal annars starfað við kynningarmál og vefstjórn. Þetta er fyrsta skáldsaga hennar.

,,Sagan er ótrúlega vel hugsuð, það fer einhvernveginn allt í hakk en nær að pússlast þannig saman að maður veit aldrei hvað gerist næst og situr fastur í lestrinum alveg til endaloka ... Þessi bók er alveg í sérflokki ..."
Kolbrún Ósk / Miðjan.is

,,Bókin er spennandi, frásögnin heldur lesandanum á tánum, leyndarmálin eru mörg og þrúgandi, ekkert er eins og það sýnist. Mér finnst Hugrún Hrönn flottur ungur rithöfundur."
Jenný Anna Baldursdóttir / eyjan.is

„... hér er kominn fram höfundur sem á framtíðina fyrir sér í skriftunum. ... Ágætlega byggð og vel skrifuð saga með skemmtulegu plotti..."
Friðrika Benónýsdóttir / Fréttablaðið

 

[domar]

„Skemmtileg reykvísk samtímasaga.“
Ingibjörg Rögnvaldsdóttir / bokmenntir.is

***
,,
... fínasta bók, áhugaverð saga og vel heppnuð frumraun."

Una Sighvatsdóttir / Morgunblaðið

,,Sóllilja sjálf er vel heppnuð persóna; gölluð, lygin, ábyrgðarlaus og dugleg við að klúðra lífi sínu eins og býsna margt gott fólk þannig að ég held að margir lesendur muni ná góðu sambandi við hana."
Þórdís / Miðjan.is

,,Prýðileg frumraun ..."
Árni Matthíasson / Morgunblaðið

[/domar]