Andri Snær

Andri Snær Magnason hefur einstakt lag á að setja flókin málefni, á borð við hamfarahlýnun jarðar, í samfélagslegt samhengi.
Í síðustu viku hélt Andri klukkutíma opnunarerindi á stærsta þingi raungreinakennara í heimi í Bologna á Ítalíu fyrir fullum sal af vísindamönnum. Þar flutti hann brot úr fyrirlestri sínum On Time and Water en Andri hefur haldið samskonar erindi í háskólum víða um heim.
Óhætt er að segja að samkvæmt Twitter hafi hann hreyft við salnum og fundargestir höfðu á orði að erindi hans hafi staðið upp úr á ráðstefnunni.

Hugvekjur Andra hafa vakið athygli heimsbyggðarinnar samanber greinum í Guardian og sænska dagblaðinu DN.

Í haust mun Andri gefa út bókina Um tímann og vatnið þar sem fjallað er um víðfeðm málefni á persónulegan og vísindalegan hátt. Óhætt er að fullyrða að hér sé á ferðinni tímamótaverk sem gefur lesendum nýja sýn á flókin viðfangsefni.