Fríða Ísberg

Fríða Ísberg tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Fríða Ísberg er tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2020, fyrir smásagnasafnið Kláða. Þetta var tilkynnt í Gunnarshúsi í dag. Þrettán norrænar skáldsögur, smásagnasöfn og ljóðabækur eru tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Einnig er skáldsagan Lifandi lífslækur eftir Bergsvein Birgisson tilnefnd til verðlaunanna fyrir Íslands hönd. Báðar bækurnar komu út árið 2018.

Í rökstuðningi dómnefndar segir að Kláði sé fallegt dæmi um þá vorvinda sem borist geta með ungum höfundum inn í bókmenntirnar. Sögumaður horfir með nýjum augum á gömul viðfangsefni sem í frásögnunum verða á margan hátt önnur en þau voru. Endurnýjanir og breytingar eru meðal helstu lífsskilyrða bókmenntanna og stundum gerast þær með því móti að inn á sviðið stígur nýtt fólk sem lítur viðfangsefnin öðrum augum en við eigum að venjast. Frásagnarhátturinn er bæði raunsæilegur og módernískur. Gildi bókarinnar liggur framar öðru í sterkri, tilfinningalegri nálgun sem krefur lesandann svara um viðhorf og gildi í nútímanum.

Fríða Ísberg er einhver eftirtektarverðasti rithöfundur nýrrar kynslóðar.  Hún hefur gefið út ljóðabækurnar Slitförin (2017) og Leðurjakkaveður (2019). Hún var tilnefnd til Fjöruverðlaunanna fyrir Kláða.

Handhafi verðlaunanna verður kynntur í október í Reykjavík í tengslum við þing Norðurlandaráðs.Fríða Ísberg

Opnunartímar á Fiskislóð

Virkir dagar 10-18
Laugardagar 11-17
Sunnudagar 12-16

 

Sími í verslun á Fiskislóð 39: 575 5636

Sími á skrifstofu á Bræðraborgarstíg: 575 5600

Fylgstu með á facebook!

2021 © Forlagið | Bræðraborgarstíg 7, 101 Reykjavík | Sími 575 5600 | forlagid@forlagid.is | www.forlagid.is

INNskráning

Nýskráning

nýskráning