Heimili höfundanna

Ingibjörg Haraldsdóttir
Ingibjörg Haraldsdóttir
Ingibjörg fæddist í Reykjavík 21. október 1942. Hún varð stúdent frá MR 1962 og fór síðan til náms í kvikmyndastjórn í Moskvu. Þar dvaldi hún í sex ár og lauk náminu en fluttist síðan til Havana á Kúbu. Heim kom hún alkomin árið 1975 en ári áður kom út fyrsta ljóðabók hennar, Þangað vil ég fljúga. Síðar bættust við fjórar aðrar ljóðabækur, Orðspor daganna, Nú eru aðrir tímar, Höfuð konunnar og Hvar sem ég verð. Að aðalstarfi var Ingibjörg þó lengst af þýðandi og þýddi margar bókmenntaperlur úr rússnesku, spænsku og sænsku, meðal annars flestar stærstu skáldsögur Fjodors Dostojevskís, Meistarann og Margarítu eftir Mikhaíl Búlgakov og ljóðabókina Sorgargondóll og fleiri ljóð eftir Tomas Tranströmer. Ingibjörg lést 7. nóvember 2016. Ingibjörg hlaut nánast allar viðurkenningar sem hægt er að fá fyrir ritstörf hér á landi, m.a. Menningarverðlaun DV í bókmenntum árið 1988 fyrir þýðingu sína á Fávitanum eftir Dostojevskí, Ljóðaverðlaun Guðmundar Böðvarssonar árið 2000 og Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar 2001. Íslensku þýðingarverðlaunin fékk hún 2004 fyrir Fjárhættuspilarann eftir Dostojevskí og 2019 fyrir Hina smánuðu og svívirtu eftir sama höfund, en þá þýðingu lauk Gunnar Þorri Pétursson við eftir að Ingibjörg lést. Ljóðabækurnar Nú eru aðrir tímar og Höfuð konunnar voru tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna, Nú eru aðrir tímar og Hvar sem ég verð voru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og fyrir Hvar sem ég verð hlaut Ingibjörg Íslensku bókmenntaverðlaunin 2002. Ljóð Ingibjargar hafa birst á ýmsum erlendum tungum. Ljóðasafn hennar kom fyrst út 1991 og aukið árið 2009. Í nýrri útgáfunni eru allar frumsamdar ljóðabækur hennar og úrval þýðinga. Ingibjörg gaf út endurminningar sínar árið 2007 undir heitinu Veruleiki draumanna.

Bækur eftir höfund

Veruleiki draumanna
Veruleiki draumanna
3.100 kr.
imageedit_1_8269365910-1
Ljóðasafn Ingibjargar Haraldsdóttur
3.650 kr.

No results found.

INNskráning

Nýskráning