Heimili höfundanna

pall baldvin baldvinsson 04
Páll Baldvin Baldvinsson
Páll Baldvin Baldvinsson (f. 1953) nam bókmenntafræði við Háskóla Íslands og leikhúsfræði við Goldsmiths – University of London. Páll hefur starfað við ýmsar leiklistarstofnanir: stofnaði og rak Hitt leikhúsið, var listrænn ráðunautur við Borgarleikhúsið og sat í stjórn Leikfélags Reykjavíkur. Hann var innkaupastjóri Stöðvar 2 og síðar dagskrárstjóri. Páll starfaði sem leiklistargagnrýnandi við Ríkisútvarpið, DV og Þjóðviljann um árabil. Hann hefur um árabil séð um menningarumfjöllun og gagnrýni á ýmsum miðlum, bæði prent- og ljósvakamiðlum; var menningarritstjóri og ritstjóri, fulltrúi ritstjóra á Fréttablaðinu og var á þeim tíma helsti gagnrýnandi blaðsins um bókmenntir og leiklist. Hann sá um gagnrýni í bókmenntaþættinum Kiljunni hjá RÚV og var lengi gagnrýnandi Fréttatímans. Páll Baldvin hefur fengist við leikgerðir og þýðingar, síðast verkum danska rithöfundarins Jakobs Ejersbo, Útlagi og Uppreisn. Eftir hann er m.a. ritið Iceland Invaded – Allied Occupation in World War II (2019) auk geysivinælla stórvirkja, Stríðsárin 1938–1945 (2015) og Síldarárin 1867–1969 (2019).

Bækur eftir höfund

Síldarárin 1867-1969
Síldarárin 1867-1969
15.990 kr.
Iceland Invaded
Iceland Invaded: The Allied Occupation in World War II
2.590 kr.
Stríðsárin eftir Pál Baldvin
Stríðsárin 1938-1945
14.990 kr.

No results found.

INNskráning

Nýskráning