Svikaskáld er höfundakollektív sex kvenna, þeirra Fríðu Ísberg, Melkorku Ólafsdóttur, Ragnheiðar Hörpu Leifsdóttur, Sunnu Dísar Másdóttur, Þóru Hjörleifsdóttur og Þórdísar Helgadóttur. Saman hafa þær gefið út fjórar ljóðabækur, Ég er ekki að rétta upp hönd (2017), Ég er fagnaðarsöngur (2018), Nú sker ég netin mín (2019) og Ég er það sem ég sef (2024). Árið 2022 kom út skáldsaga þeirra, Olía, en hún hlaut tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Svikaskáld standa jafnframt fyrir ýmiss konar viðburðum tengdum flutningi og miðlun á ljóðum og hafa haldið fjölmörg námskeið í ritlist.