Heimili höfundanna

ThoraKaritas
Þóra Karítas Árnadóttir
Þóra Karítas Árnadóttir er fædd í Reykjavík árið 1979. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík en nam síðan guðfræði við Háskóla Íslands og lauk BA prófi í þeirri grein árið 2001. Þá snéri hún sér að leiklist og lauk diplomanámi í leklist frá The Webber Douglas Academy of Art í London árið 2006. Árið 2015 lauk hún síðan meistaragráðu í ritlist frá Háskóla Íslands. Þóra Karítas hefur starfað við leiklist, skrif og sjónvarpsþáttagerð. Þóra Karítas skrifaði bókina Mörk – saga mömmu sem kom út hjá Forlaginu árið 2015 og var tilnefnd til Fjöruverðlaunanna sama ár en árið 2020 kom út sögulega skáldsagan Blóðberg sem fjallar um líf og örlög Þórdísar Halldórsdóttur sem var tekin af lífi í Drekkingarhyl árið 1618 og gefið að sök að hafa eignast barn með mági sínum sem var dauðasök á tímum stóradóms. Þóra Karítas hefur einnig komið að sjónvarpsþáttagerð allt frá árinu 2000 og starfað sem blaðamaður og pistlahöfundur á Fréttablaðinu. Þá hefur hún leikið í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, auk þess að hafa farið með ýmis hlutverk á leiksviði frá árinu 2007. Þóra Karítas býr í Reykjavík með sambýlismanni sínum, tveimur sonum og einum stjúpsyni.

Bækur eftir höfund

Blóðberg
Blóðberg
1.490 kr.3.990 kr.
Mörk
Mörk - saga mömmu
990 kr.3.690 kr.

INNskráning

Nýskráning

nýskráning