Íslensku barnabókaverðlaunin 2018 – Dómnefnd komin að niðurstöðu

Fjölmörg handrit bárust í samkeppnina um Íslensku barnabókaverðlaunin í ár en skilafresturinn rann út í febrúar. Nú hefur dómnefnd lokið störfum og valið það handrit sem kemur út undir merkjum verðlaunanna í haust.

Nafn verðlaunahafans verður ekki gert opinbert fyrr en verðlaunin verða veitt í október en hann hefur verið látinn vita. Aðrir sem sendu handrit í samkeppnina mega nú sækja þau á skrifstofu Forlagsins að Bræðraborgarstíg 7. Handritin verða geymd í sex mánuði, til 15. nóvember 2018, en verður síðan fargað.

Verðlaunasjóður íslenskra barnabóka þakkar öllum þátttökuna og áhugann.

Íslensku barnabókaverðlaunin voru stofnuð í tilefni af sjötugsafmæli rithöfundarins Ármanns Kr. Einarssonar og hafa verið veitt frá árinu 1986. Sjá má frekari upplýsingar um verðlaunin og lista yfir verðlaunabækurnar þeirra hér.

 

INNskráning

Nýskráning