Nú er dómnefnd Verðlaunasjóðs íslenskra barnabóka búin að velja handritið sem fær Íslensku barnabókaverðlaunin 2021 og hafa samband við höfundinn. Eins og vanalega er hið rétta nafn höfundar á huldu þangað til í október þegar bókin kemur út og verðlaunin eru veitt. Forlagið vill þakka þeim sem sendu inn handrit í keppnina og óska þeim alls góðs á ritvellinum. Höfundar geta sótt handritin sín á skrifstofu Forlagsins, Bræðraborgarstíg 7, til 23. apríl, eftir það er handritunum fargað.