Þú ert hér:Home/Leitarniðurstöður

BÆKUR FORLAGSINS

FRÉTTIR

Maxímús Músíkús í Hörpu

1. maí 2012

Maxímús Músíkús er alveg dansandi glaður þessa dagana. Það er ekki skrýtið. Nýlega kom út ný bók um þessa tónelsku mús sem heitir Maxímús Músíkús bjargar ballettinum og þar að auki mun Sinfóníuhljómsveit Íslands flytja nýja ævintýrið í Hörpu, laugardaginn 19. maí kl. 14 og 17. Það skemmtilegasta sem Maxímús Músíkús veit eru sinfóníutónleikar og [...]

Maxímús Músíkús í Stokkhólmi

29. janúar 2014

Stórstjarnan Maxímús Músíkús heldur þessa dagana til í Svíþjóð þar sem Konunglega Fílharmónían í Stokkhólmi flytur verkið um hann fyrir þúsundir áheyrenda í vikunni. Til stendur að halda 11 skólatónleika í vikunni fyrir ung skólabörn og mæta um tólfhundruð börn á hverja tónleika en laugardaginn, 1. febrúar, verða svo haldnir tvennir fjölskyldutónleikar. Það var flautuleikarinn [...]

Maxímús Músíkús og Petítla Pírúetta troða upp á Menningarnótt

17. ágúst 2017

Yndismúsin Maxímús Músíkús og vinkona hans Petítla Pírúetta taka þátt í Menningarnótt í ár og troða upp í Hörpu nk. laugardag milli kl. 14.40 og 16. Þessi dáða, tónelska mús á sér ófáa aðdáendur. Um hana hafa komið út fjórar frábærar bækur en ævintýri hennar hljómaði fyrst á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í maí 2008. [...]

Maxímús gerir það gott

6. maí 2010

Gengið hefur verið frá samningum við þýska útgáfurisann Schott Music um útgáfu á bókinni Maxímús Músíkús heimsækir hljómsveitina eftir Hallfríði Ólafsdóttur og Þórarin Má Baldursson. Bókin sú, sem kom út hérlendis 2008, sló eftirminnilega í gegn og á dögunum kom út sjálfstætt framhald hennar, Maxímús Músíkús trítlar í tónlistarskólann. Fyrri bókin hefur þegar komið út [...]

Maxímús stafrænn!

2. desember 2010

Hugbúnaðarhúsið Fancy Pants Global hefur gefið út tölvuleikinn Maximus Musicus fyrir iPhone, iPad og iPod Touch. Leikurinn er byggður á vinsælum barnabókum Hallfríðar Ólafsdóttur og Þórarins Más Baldurssonar um forvitnu og tónelsku músina Maxímús Músíkús þar sem hann fræðist um heim tónlistarinnar og hljóðfæranna. Leikurinn samanstendur af  sjö smáleikjum sem koma inn á mismunandi þætti [...]

Maxímús í Kóreu

9. febrúar 2010

Tónlistarmúsin mikla, Maxímús Músíkús, sem fjölmörg íslensk börn kannast við gerir nú víðreist í Asíu. Bókin kom nýverið út í Kóreu og berst hróður hennar hratt um heiminn. Fjölmargir útgefendur og tónleikahaldarar hafa lýst yfir áhuga og ánægju með bókina enda veitir hún kærkomna innsýn inn í heim sígildrar tónlistar. Það er ekki eingöngu íslensk [...]

Húrra fyrir Maxímús!

13. apríl 2010

Nýja bókin um tónelsku músina Maxímús kemur út á fimmtudaginn og um helgina verða fjörugir fjölskyldutónleikar hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands þar sem Maxi er í aðahlutverki! Nýja bókin heitir Maxímús Músíkús trítlar í tónlistarskólann og þar lendir músin í skemmtilegu ævintýri - og kynnist nýrri tónlist. Með bókinni fylgir diskur með sögunni og músíkinni. Áður kom [...]

Ný bók um Maxímús

9. apríl 2010

Músin Maxímús sló í gegn þegar bókin Maxímús Músíkús heimsækir hljómsveitina kom út fyrir tveimur árum. Nú er von á nýrri bók,  Maxímús Músíkús trítlar í tónlistarskólann, en hún kemur út í næstu viku – ásamt diski með nýrri tónlist sem Maxi kynnist í þetta sinn. Þá heldur Sinfóníuhljómsveit Íslands líka tvenna tónleika laugardaginn 17. [...]

Maxímús tilnefndur til YEAH!-verðlaunanna

3. febrúar 2015

Um helgina var tilkynnt hvaða verkefni eru tilnefnd til YEAH-verðlaunanna 2015, sem veitt eru fyrir bestu tónlistarverkefni í Evrópu ætluð ungu fólki; meðal þeirra er verkefnið um Maxímús Músíkús sem slegið hefur í gegn hérlendis og verið sett á svið víða um heim. Yfir hundrað verkefni frá tuttugu Evrópulöndum sóttust eftir tilnefningu að þessu sinni [...]

Ný saga um Maxímús á fjölskyldutónleikum

25. apríl 2014

Harpa iðar af lífi þessa dagana þegar skólahópar streyma að til að hlýða á nýjustu söguna um Maxímús Músíkús. Sinfóníuhljómsveitin heldur alls sjö skólatónleika þar sem dagskráin er flutt og býður á þá sjö þúsund börnum. Nýja bókin um Maxa ber titilinn Maxímús Músíkús kætist í kór og eins og nafnið gefur til kynna eru [...]

Hallfríður og Maxímús

6. janúar 2014

Þriðjudagskvöldið 7. janúar kl. 21:30 sýnir RÚV mynd Eggerts Gunnarssonar um Hallfríði Ólafsdóttur, flautuleikara í Sinfóníuhljómsveit Íslands og höfund bókanna um Maximús Músíkús sem glatt hafa börn hér heima og erlendis undanfarin ár. Sinfóníuhljómsveitin lék á tónleikum í Washington í vor efniskrá upp úr bók um Maximús. Hljómsveitin leikur einnig efniskrá tengda bókunum í Eldborgarsal [...]

Spenna fyrir Maxímús

2. maí 2011

Miðar á tvenna tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands og tónelsku músarinnar Maxímús Músikús í Hörpu föstudaginn 15. maí nk. flugu út á ljóshraða. Þrjú þúsund miðar voru í boði en nú er uppselt á báða tónleikana. Tónleikarnir verða á sérstökum barnadegi sem haldin verður í nýja ráðstefnu- og tónlistarhúsinu. Barnadagurinn er hluti af opnunarhátíð Hörpu og verða fjöldi annarra [...]

Maxi fer til Washington

7. mars 2012

Maxímús Músíkús fer austur um haf til Bandaríkjanna í fyrsta sinn á næsta ári. Listamiðstöðin Kennedy Center hefur milligöngu um ferðalag Maxa en á hverju ári er haldin þar stór listahátíð. Listrænir stjórnendur hátíðarinnar komu til Íslands í kynnisferð á síðasta ári og í kjölfarið buðu Maxímús Músíkús í heimsókn til sín. Í upphafi stóð [...]

Maxi á ferð og flugi

28. febrúar 2013

Síðastliðinn laugardag var nýjasta sagan um Maxa, Maxímús Músíkús bjargar ballettinum, flutt í einu frægasta tónleikahúsi heims, Fílharmóníunni í Berlín. Einn af kammerhópunum hljómsveitarinnar, Ensemble Berlin, lék tónlistina í nýrri kammerútsetningu og ungir ballettdansarar dönsuðu verkin sem fléttast inn í söguna. Miðar á tónleikana seldust upp á tveimur tímum og skemmtu áhorfendur sér stórvel. Höfundur [...]

Barnabækur vor 2014

25. apríl 2001

Nýjar þýddar og íslenskar barnabækur vor 2014 Kuggur 11- Listahátíð Mamma Málfríðar ákveður að taka þátt í Listahátíð. Kuggur, Mosi og Málfríður hjálpa til. Þau halda tónleika, sýna leikrit og halda myndlistarsýningu. Allt gengur þetta stórvel en þau furða sig á því hvað það er mikið af músum í borginni. Lesið líka hinar smábækurnar um [...]

Þrautabók Maxa

25. ágúst 2015

Tónelska músin Maxímús Músíkus stendur í stórræðum þessa dagana. Ekki nóg með að í september ætli hann að halda tónleika fyrir um 7000 börn heldur kemur líka út í dag þrautabók um músina knáu! Þrautabókin er unnin upp úr fyrstu sögunni um Maxa, þar sem hann heimsækir hljómsveitina í Hörpu. Þegar Maxímús Músíkús villist inn [...]