Sigrún Eldjárn

Sigrún Eldjárn er tilnefnd til hinna virtu ALMA-verðlaunanna, en til verðlaunanna var stofnað í minningu Astridar Lindgren árið 2002. Verðlaunin er veitt árlega  aðilum sem skapað hafa hágæða bókmenntaefni fyrir börn og ungmenni. Sigrún er tilnefnd fyrir höfundarverk sín sem rithöfundur og myndskreytir.

Í ár eru 237 aðilar frá 68 löndum tilnefndir til verðlaunanna en þann 31. mars 2020 verður tilkynnt hver eða hverjir hljóta verðlaunin.

Í millitíðinni mun Sigrún hafa í nógu að snúast með að kynna tvær nýjar bækur; Sigurfljóð í grænum hvelli, þriðju bókina um ofurstelpuna sem hjálpar öllum, og Kopareggið, framhald verðlaunabókarinnar Silfurlykillinn, sem hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin og er tilnefnd til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2019.