Sjón

Sjón hlýtur bókmenntaverðlaun Sænsku Akademíunnar

Sjón hlýtur Norræn bókmenntaverðlaun Sænsku akademíunnar árið 2023. Verðlaunin hafa verið veitt árlega síðan 1986 og þykja einhver mesti heiður sem norrænum höfundi getur hlotnast; eru gjarnan nefnd Norrænu Nóbelsverðlaunin. Þau eru veitt fyrir heildarverk höfundar og nemur verðlaunaféð 400 þúsund sænskum krónum. Sjón er fjórði Íslendingurinn sem fær þessi verðlaun. Sjón hefur skrifað skáldsögur, ljóð, leikrit og kvikmyndahandrit og hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir skáldskap, þar á meðal Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs og Íslensku bókmenntaverðlaunin. Forlagið gaf á síðasta ári út heildarsafn verka hans.

INNskráning

Nýskráning