Svavar Pétur Eysteinsson tónlistarmaður og grafískur hönnuður er látinn.

Hinn 28. september s.l. lést Svavar Pétur Eysteinsson einn besti og kærasti vinur Forlagsins.

Svavar Pétur var fæddur í Breiðholti 26. apríl 1977. Hann nam grafíska hönnun og ljósmyndun við Listaháskóla Íslands. Eftir hann liggja fjöldamörg verk á sviði sjónlista og hönnunar. Þekktastur er Svavar þó líklega þekktastur sem tónlistarmaður og textahöfundur, einkum undir nafni hliðarsjálfsins Prins Póló.

Svavar Pétur starfaði um nokkurt ára bil sem grafískur hönnuður hér á Forlaginu áður en hann flutti austur á land, fyrst til Seyðisfjarðar en vorið 2014 setti fjölskyldan sig niður í Berufirði. Þar stundaði Svavar ásamt eiginkonu sinni lífræna ræktun og framleiðslu, og rak tónleikastað og ferðaþjónustu undir nafninu Havarí til ársins 2020.

Haustið 2019 gaf Forlagið út bókina Falskar minningar þar sem Svavar Pétur rifjaði upp tíu ára feril Prins Pólo. Um leið kom út plata með sama titli.

Svavar Pétur lætur eftir sig eiginkonu, Berglindi Häsler, og þrjú börn, Hrólf Stein, Aldísi Rúnu og Elísu.

Forlagið sendir fjölskyldu, ættingjum og vinum innilegar samúðarkveðjur.

Svavar Pétur lifir með okkur í verkum hans og góðum minningum.

Opnunartímar á Fiskislóð

Virka daga 10-18
Laugardaga 11-17
Sunnudaga 12-16

 

Sími í verslun á Fiskislóð 39: 575 5636

Sími á skrifstofu á Bræðraborgarstíg: 575 5600

Fylgstu með á facebook!

2021 © Forlagið | Bræðraborgarstíg 7, 101 Reykjavík | Sími 575 5600 | forlagid@forlagid.is | www.forlagid.is

INNskráning

Nýskráning

nýskráning