Casket of timeBandarísku samtökin USBBY, sem eru bandaríska útgáfan af IBBY, hafa valið bestu alþjóðlegu bækurnar fyrir árið 2020. Tímakistan eftir Andra Snæ Magnason er þar á meðal, ein af sjö bókum sem valin er fyrir aldurshópinn 13+. Listinn telur alls 42 bækur, í fjórum aldursflokkum.

Ár hvert velja samtökin bestu alþjóðlegu bækurnar sem eru þýddar bækur gefnar út í Bandaríkjunum.

Dómnefndin velur bækur sem eru með þeim bestu í heiminum, kynna bandaríska lesendur fyrir frábærum höfundum frá öðrum löndum, hjálpa börnum í Bandaríkjunum að sjá heiminn í nýju ljósi, hafa sjónarhorn sem er sjaldgæft í bandarískum barnabókmenntum, hafa sérstæðar menningarlegar vísanir og bækur sem eru auðlesnar fyrir bandarísk börn.

Það er því mikill heiður fyrir Andra Snæ að fá þessa viðurkenningu.

Hér má sjá þær bækur sem komust á listann í ár  https://www.usbby.org/outstanding-international-books-list.html