Höfundar: Sean Covey, Stacy Curtis

Í Eikarbæ er alltaf fjör, hvort sem þú ert að spila fótbolta við Kvik kanínu eða í garðvinnu með Lilju skunki. Allir eru góðir vinir sem eru sífellt að læra eitthvað nýtt.

Þessar sjö fallega myndskreyttu sögur útskýra hvernig Venjurnar 7 geta hjálpað okkur. Í gegnum krúttlegar persónur og skemmtilegar sögur kennir þessi bók börnum tímalaus gildi sem einnig koma fram í 7 venjur til árangurs. Börnin komast að því hvernig þau geta tekið við stjórninni í lífi sínu og af hverju jafnvægi er mikilvægt.

Komdu með í Eikarbæ þar sem allir krakkar geta verið kátir krakkar, líka þú!