Evelyn kemur óvænt heim úr vinnunni um miðjan dag og finnur sambýlismanninn og fatahönnuðinn Adam í óþægilegum stellingum með einu módelinu sínu. Evelyn fokreiðist og leggur umsvifalaust af stað í frí til Ungverjalands með vinkonu sinni og frænda hennar að vestan. En Adam er ekki tilbúinn til að sleppa Evelyn og heldur á eftir henni á gamla Wartburgnum sínum. Þetta verður ævintýraferð því það er ólga í Austur-Evrópu og margir á faraldsfæti þetta örlagaríka sumar 1989.

Adam og Evelyn er skemmtisaga sem einnig gefur merkilega innsýn í tilfinningar fólks á þessum heimssögulegu tímamótum. Er Paradís fyrir vestan? Og er Paradís Evelyn sú sama og Adams?

Adam og Evelyn er ein af bókunum í alþjóðlegri goðsagnaseríu sem Jamie Byng hjá skosku Canongate útgáfunni setti á fót árið 1999. Dagskipunin sem valdir höfundar fengu var að semja skáldverk utan um fornar goðsögur, og meðal fjölmargra höfunda sem hafa tekið áskoruninni eru Margaret Atwood, Philip Pullman, Jeanette Winterson, Alexander McCall Smith og Sjón, en Argóarflísin hans er hluti af þessu metnaðarmikla verkefni. Nýjasta bókin í seríunni er Ragnarok eftir A.S. Byatt sem kom út í september 2011. Ingo Schulze (f. 1962) fékk í sinn hlut söguna um Adam og Evu í Gamla testamentinu og leikur sér að goðsögunni um fall mannsins í þessari einstöku sögu sem festi hann í sessi sem vinsælasta höfund Þýskalands af sinni kynslóð. Schulze var gestur Bókmenntahátíðar í Reykjavík haustið 2011.

Elísa Björg Þorsteinsdóttir þýddi.


****
„Sagan er skemmtileg, fallega hugsuð og dregur upp skýra mynd af því hvernig glundroðinn var á tjaldstæðum Ungó þetta sumar … Sagan er uppfull af fallegum myndum, skemmtilega hugsuðum samtölum, lofi um hið smáa sem, þegar allt kemur til alls, gefur lífinu mest gildi þegar upp er staðið.“
pbb / Fréttatíminn

„Skrifuð í afslöppuðum stíl og þægileg aflestrar … Bókin lýsir ástandi á vissu tímabili og gerir það mjög vel.“

Kolbrún Bergþórsdóttir / Kiljan


„Frábærlega hugsuð og byggð saga.“

Die Zeit

„Óvenjulega skemmtileg og auðlesin saga.“

Berl ingske Tidende


„Bókmenntaleg vegakvikmynd … ljúfsár saga um að flytja ástina

úr gamla heiminum í þann nýja.

Ekstra Bladet