Höfundur: William D. Valgardson

Ævintýri og sögur frá Nýja Íslandi er safn ævintýra og smásagna eftir William Dempsey Valgardson, einn þekktasta núlifandi rithöfund Kanada. Sögurnar fjalla á lifandi hátt um líf afkomenda íslensku innflytjendanna sem settust að við Winnipeg-vatnið á síðustu áratugum 19. aldar. Þetta er fólk sem fer sínar eigin leiðir, er sjálfstætt, sumt dálítið sérsinna og afskaplega skemmtilegt. Sjálfur er William af íslenskum ættum, fæddur í Gimli árið 1939.

William D. Valgardson hefur samið fjölda ritverka, smásögur, skáldsögur og leikrit, og hlotið margvíslega viðurkenningu og fjölda verðlauna, m.a. Bandarísku forsetaverðlaunin og Heiðursverðlaun Canadian Broadcast Corporation tvívegis. Ethel Wilson-verðlaunin hlaut hann fyrir skáldsöguna Stúlkan með Botticelli-andlitið sem kom út á íslensku árið 1995 í þýðingu Hildar Finnsdóttur og Gunnars Gunnarssonar.

William D. Valgardson var gerður að heiðursdoktor við Winnipeg-háskólann árið 1995 og hann varð félagi í hinu virðulega Royal Society of Canada 2002.

Böðvar Guðmundsson þýddi.