Höfundur: J. K. Kolsöe

Afi sterki hefur krafta í kögglunum og ráð undir rifi hverju!

Afi Magni býður Aroni Magna í ferðalag á Bedfordinum. Í Þrengslunum brestur á þrumuveður sem kemur af stað skelfilegri skriðu. Lætin eru þvílík að tvær skessur sem hafa sofið vært um árabil hrökkva upp með andfælum. Nývaknaðar skessur eru glorsoltnar og vita fátt betra en litla stráka. Það er eins gott að hann afi kann sitthvað fyrir sér!

Afi sterki er ný persóna úr smiðju Jennýjar Kolsöe. Eins og amma óþekka fæst afi sterki við íslenskar vættir og óvættir af glettni og ráðsnilld.

Bergrún Íris Sævarsdóttir myndskreytti.

Í Ljósaseríunni eru bækur sem eru sniðnar að þörfum nýrra lesenda og kjörnar fyrir þá sem eru að æfa sig í lestri. Bækurnar eru misþungar en hafa allar þægilegt letur og rúmt línubil.

ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.