Vandana Shiva er einn af mörgum fræðimönnum sem lögðu hönd á plóginn við skrif á tveimur skýrslum sem hér birtast á íslensku. Þær sýna ekki aðeins hvað farið hefur úrskeiðis í umgengni okkar við jörðina heldur skýra frá stórkostlegum verkefnum sem gætu bókstaflega bjargað heiminum – ef við sýnum samstöðu.