Í þessari mögnuðu bók er sögð saga eins mesta athafnamanns Íslandssögunnar, Alfreðs Elíassonar flugmanns og forstjóra. Rakin er saga Loftleiða, hvernig fyrirtækið óx úr nánast engu upp í að vera stórveldi á íslenskan mælikvarða og fullgildur keppinautur risanna í alþjóðlegum flugrekstri. Fjallað er um íslenska flugsögu sem nær hápunkti með sameiningu Loftleiða og Flugfélags Íslands sem sumir kölluðu „stuld aldarinnar“. Spennandi og lifandi frásögn um Loftleiðaævintýrið og reyfarakennda atburði á bak við luktar dyr fundaherbergja þegar teflt var um völd og metorð í stærsta fyrirtæki Íslendinga. Bókin er nú endurútgefin eftir að hafa verið ófáanleg í aldarfjórðung.