Höfundur: Frank McCourt

Frank litli elst upp í Limerick á Írlandi, mitt í drykkjuskap, fáfræði, trúarofstæki og hungri, uns hann brýtur af sér fjötrana og kveður föðurlandið.

Gegn eymdinni teflir höfundur fram ólgandi írskri sagnagleði sem er engu lík. Sagan er í senn ómótstæðilega fyndin, töfrandi og spennandi, því þótt hún lýsi óblíðum kjörum og harðneskjulegu umhverfi er hún sögð frá sjónarhóli lítils drengs sem aldrei lætur bugast heldur lætur lífsgleðina leiða sig til sigurs.

Ein frægasta minningasaga síðustu ára og metsölubók um allan heim.