Bert er í þrumustuði! Hann er nýbúinn með skólann og þá býður ríki Janni frændi honum í heimsókn til sín í New York. Þar bíður hans sannkallað lúxuslíf! Límúsína, skemmtilegir krakkar, músík og fleira. Bert líður eins og hann sé heimsfræg rokkstjarna. Svo kynnist hann sykursætustu stelpu sem hann hefur séð. Og hún er auðvitað kölluð „Sugar“.