Höfundur: Sigurður Pálsson

Sagan gerist í Reykjavík samtímans. Margar ljóslifandi persónur koma við sögu en í sögumiðju eru Benjamín sem þráir Júlíu sem þráir Stellu, konu Benjamíns, sem þráir hann … Þau þrjú dansa krappan dans lífsþorsta og dauðaþrár. Leit að hlutverki í lífinu, ástarþrá, tengsl landsbyggðar og borgar, náttúru og mannlífs … eru meginþræðir í meistaralega þéttum söguvef bókarinnar. Sigurður Pálsson sló rækilega í gegn með fyrstu skáldsögu sinni, Parísarhjóli, og staðfestir hér enn frekar tök sín á skáldsagnaforminu. Hann er löngu viðurkenndur sem eitt helsta núlifandi ljóðskáld okkar en hefur á undanförnum árum sýnt að hann er jafnvígur á ljóð, leikrit og skáldsögur.