Þú ert hér://Blóð í snjónum

Blóð í snjónum

Höfundur: Jo Nesbø

Ólafur er leigumorðingi – og „afgreiðir“ aðallega fólk sem á það skilið. Líf hans er einmanalegt, því hvernig á maður eins og hann að geta átt eðlileg samskipti við aðra? Loks hittir hann draumadísina en vandamálin eru óyfirstíganleg: Hún er gift yfirmanni hans og sá hefur einmitt falið Ólafi að koma henni fyrir kattarnef.

Blóð í snjónum sýnir ótvírætt hvers vegna Jo Nesbø er einn vinsælasti glæpasagnahöfundur Norðurlanda. Hér afhjúpar hann heim umkomuleysis og hörku á nístandi hátt.

Bjarni Gunnarsson þýddi og hlaut fyrir Ísnálina 2015, verðlaun Hins íslenska glæpafélags fyrir bestu þýddu glæpasöguna.

Verð 490 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Kilja 192 2015 Verð 2.790 kr.
Rafbók - 2015 Verð 490 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkar: / / / / / /

4 umsagnir um Blóð í snjónum

 1. Kristrún Heiða Hauksdóttir

  „Það er hætt við að marga aðdáenda [Jo Nesbø] reki í rogastans yfir þessari knöppu og frábærlega skrifuðu sögu af leigumorðingjanum Ólafi og raunum hans … Nesbø svíkur þá ekki um spennuna og lýsingar á seinheppnum persónum, auk þess sem hann fer hér bókstaflega á kostum í stíl og byggingu. Hættið því að hugsa um Harry Hole í bili og hleypið Ólafi inn í heim ykkar, þið sjáið ekki eftir því.“
  Friðrika Benónýsdóttir / Stundin

 2. Kristrún Heiða Hauksdóttir


  „Blóð í snjónum er enn ein rós í hnappagat Jo Nesbø … hnitmiðuð saga, sem vekur lesandann til umhugsunar um lífsstritið, saga sem hittir í mark…“
  Steinþór Guðbjartsson / Morgunblaðið

 3. Kristrún Heiða Hauksdóttir


  „Fimlega skrifuð bók, lituð sterkum lýsingum sem fléttast við söguframvinduna með snjöllum hætti. Ein eftirminnilegasta skáldsaga Jo Nesbø.“
  Kristjana Guðbrandsdóttir / Fréttablaðið

 4. Kristrún Heiða Hauksdóttir


  „Blóð í snjónum er stutt, snörp og innihaldsrík með hrikalegu uppgjöri og áhrifamiklum og merkilega ljóðrænum lokakafla … spennandi frá upphafi til enda og þar eru óvæntar vendingar eins og Nesbø er þekktur fyrir. Aðalpersónan er afar minnisstæð … Nesbø er meistari á sínu sviði, hann kann að skapa hrollvekjandi aðstæður og mikla spennu … frábærlega vel heppnuð glæpasaga sem grípur lesandann frá fyrstu blaðsíðu.“
  Kolbrún Bergþórsdóttir / DV

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *