Höfundur: Carol Shields

Hér eru flestar reglur brotnar um það hvernig skáldsögu skal skrifa, nema ein : það verður að vera spennandi saga sem grípur lesandann.

Sagan gerist í Kanada en teygir anga sína bæði til Bandaríkjanna og Orkneyja. Með dagbókarfærslum, fjölskylduljósmyndum, garðyrkjudálkum , mataruppskriftum, sendibréfum og öðrum tilbúnum gögnum í bland við hugleiðingar og hefðbundna sagnamennsku er hér sögð sagan af  lífi hinnar móðurlausu Daisy Goodwill Flett – sem ef til vill kann að vera af íslenskum ættum.

Þetta er saga einnar konu sem er jafngömul öldinni; saga um líf sem á ytra borði er ósköp venjulegt með sigrum og ósigrum í dagsins önn; saga um s0rg og gleði, missi, samvistir, einsemd og vináttu. Í tilgerðarlausum en áhrifamiklum texta streymir fram lífshlaup þessarar konu, í senn dæmigert fyrir allar konur og einstakt, leyndardómsfullt og heillandi.