Demantstorgið

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 2013 224 2.290 kr.
spinner

Demantstorgið

2.290 kr.

Demantstorgið
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 2013 224 2.290 kr.
spinner

Um bókina

„… einn dásamlegur hræringur, uppfullur af framandi lífi og þó svo nærri okkur í öllu því er snertir það undarlega athæfi að vera manneskja … Þúsund þakkir, Guðbergur.“
Friðrika Benónýs, Morgunblaðið, 1987

Natalía er ung stúlka sem hittir pilt á Demantstorginu í Barcelona, þau verða ástfangin og giftast. Lífið er enginn dans á rósum en erfiðleikar hversdagsins verða léttvægir í skugga spænsku borgarastyrjaldarinnar. Skelfingarnar dynja yfir og hungrið sverfur að; frelsisvonir hverfa og mannréttindi eru fótum troðin. Saga spænsku þjóðarinnar á hörmungartímum er hér sögð á meistaralegan hátt frá sjónarhóli alþýðukonu sem þarf að berjast ein og óstudd fyrir lífi sínu og barna sinna og leggur allt í sölurnar. Guðbergur Bergsson rithöfundur þýddi söguna úr katalónsku og ritar eftirmála.

Demantstorgið er eitt helsta snilldarverk katalónskra bókmennta á tuttugustu öld og hefur komið út á yfir þrjátíu tungumálum. Höfundurinn, Mercè Rodoreda (1909–1983), þurfti sjálf að flýja föðurland sitt í borgarastyrjöldinni og átti ekki afturkvæmt fyrr en eftir áratuga útlegð. Hún er oft talin fremsti rithöfundur Katalóníumanna á síðustu öld.

„Fegursta skáldsaga sem komið hefur út á Spáni síðan í borgarastyrjöldinni.“
Gabriel García Márquez

INNskráning

Nýskráning