Draugasaga

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2004 155 2.990 kr.
spinner

Draugasaga

2.990 kr.

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2004 155 2.990 kr.
spinner

Um bókina

Draugasaga mun vera fyrsta rómverska leikritið sem út kemur á íslensku. Höfundur þess, Plátus, naut gríðarlegra vinsælda fyrir skopleiki sína meðal Rómverja, þegar ferill hans var í blóma í kringum aldamótin 200 f.Kr. Af varðveittum latínuleikritum eru enda flest eftir Plátus.

Verk hans urðu til á þeim tíma þegar latneskar bókmenntir voru enn í frumbernsku. Rómversk gamanleikjaskáld sóttu frá upphafi mjög til grískra fyrirmynda og var Plátus þar engin undantekning. Aftur á móti virðist hann hafa borið einkar gott skynbragð á kímnigáfu landa sinna og vék frá flóknum sögufléttum hinnar nýju grísku kómedíu, en ýkti staðalpersónur hennar upp úr öllu valdi. Útkoman sló í gegn í Róm, öfgafull gerð skopleikja þar sem skrípalæti og fyndni réðu ríkjum, tónlist fór með stórt hlutverk og raunsæi og skipuleg uppbygging sögunnar var fyrir borð borin. Plátus stillti sig um að skopast að einstökum persónum og atburðum úr samtíð sinni – persónur hans eru holdgerðir lestir eða skapgerðareinkenni sem allir geta hent gaman að – en undir niðri má sjá glytta í samfélagsgagnrýni þar sem hetjan er oftar en ekki klókur þjónn sem leikur á húsbónda sinn, hinn heimska góðborgara, andstæðingar Rómverja eru málaðir björtum litum og óbeint er vísað til ofsókna stjórnvalda og illrar meðferðar Rómverja á ýmsum þjóðhetjum sínum. Enda fór svo að Plátus bakaði sér að lokum óvinsældir ráðamanna.

Draugasaga fjallar um heimkomu húsbónda nokkurs eftir að sonur hans og þjónalið hafa sólundað nær öllum eigum hans. Verkið hefur að geyma ýmsar helstu staðalpersónur Plátusar og er fullt af ólíkindalegri fyndni. Það gefur þó einnig nokkra mynd af samfélagsháttum eins og þeir munu hafa verið í Róm um daga höfundarins. Þýðingu Guðjóns Inga Guðjónssonar fylgir afar fræðandi inngangur um hinn rómverska skopleik og leikhúshefðir tímabilsins, auk viðauka um staðalpersónur og samtímavísanir. Þá hefur verið bætt við verkið leiðbeiningum og skýringum til að auðvelda nútímalesendum skilning á verkinu.

Tengdar bækur

5.790 kr.
Placeholder
kr.
Placeholder
kr.
Placeholder
5.490 kr.
Placeholder
5.490 kr.
4.990 kr.
2.590 kr.
6.190 kr.
Placeholder
kr.
Placeholder
kr.

INNskráning

Nýskráning