Höfundur: Immaculée Ilibagiza

Ég heyrði morðingjana kalla nafn mitt.

„Hún er hérna … við vitum að hún er hérna einhvers staðar … Finnum hana … finnum Immaculée.“

Raddirnar voru margar, morðingjarnir margir. Ég gat séð þá fyrir mér: Fyrrverandi vinir mínir og nágrannar, sem alltaf höfðu heilsað mér vingjarnlega, gengu um húsið vopnaðir spjótum og sveðjum og kölluðu nafn mitt.

Immaculée Ilibagiza ólst upp í landinu sem hún unni í faðmi ástríkrar fjölskyldu. En árið 1994 hrundi friðsæl veröld hennar til grunna þegar hryllilegt blóðbað brast á í Rúanda. Fjölskylda Immaculée var miskunnarlaust brytjuð niður í morðæði sem stóð í þrjá mánuði og kostaði líf nærri einnar milljónar landsmanna. Þótt ótrúlegt megi virðast lifði Immaculée blóðbaðið af. Í 91 dag sat hún ásamt sjö öðrum konum þögul í hnipri í þröngri baðherbergiskytru sóknarprests nokkurs meðan hundruð morðingja með sveðjur á lofti leituðu þeirra.

Þessi ótrúlega saga um reynslu ungrar konu af helvíti helfararinnar mun ekki láta nokkurn mann ósnortinn.

Immaculée Ilibagiza er fædd í Rúanda og lagði stund á rafmagnsverkfræði í Háskóla Rúanda. Hún missti flesta fjölskyldumeðlimi sína í helförinni 1994 en fluttist fjórum árum síðar til Bandaríkjanna og hóf störf fyrir Sameinuðu þjóðirnar. Hún hefur sett á laggirnar stofnun til að hlúa að þeim sem þjást af völdum þjóðarmorða og styrjalda. Hún býr ásamt manni sínum og tveimur börnum á Long Island.

[Domar]

„ … lætur engan ósnortinn … mögnuð … saga hennar er aðdáunarverð.“

Auðbjörg Ólafsdóttir / Viðskiptablaðið

„Skilaboð í sögu Immaculée ná til allra einmitt af því að þesskonar hörmungar eru því miður dæmigerðar fyrir mannkynið … Að lestri loknum er ljóst að það að semja þessa bók hefur verið einskonar leið fyrir höfundinn að sigrast á einsemdinni. Og það gerir bókina enn dýrmætari í augum þeirra sem ekki eru sokknir í tómhyggju og sinnuleysi.“

Olga Markelova / kistan.is

„Saga Immaculée Ilibagiza, Ein til frásagnar, á áreiðanlega eftir að hreyfa við öllum lesendum … opinská og grípandi.“
Þórdís Gísladóttir / Morgunblaðið

„Holl lesning, afar áhrifamikil og vel skrifuð bók sem óhætt er að mæla með.“
GH / Vikan

„Frásögn Immaculée Ilibagiza er sterk og getur verið leiðarvísir til þeirra, sem vilja „fyrirgefa hið ófyrirgefanlega“.“

Leiðari Morgunblaðsins

„Ég hef lesið þúsundir bóka á síðastliðnum 50 árum eða svo. Bókin sem þú ert með í höndunum er sú langáhrifamesta og merkilegasta í því yfirgripsmikla bóksafni sem ég hef lesið um ævina.“

Dr. Wayne W. Dyer

 

„Hugljómandi bók sem breytir lífi þínu. Strax og þú hefur flett fyrstu blaðsíðunni verðurðu aldrei samur. Þú munt aldrei gleyma Immaculée og merkingu þess að meta lífið mitt í algjöru svartnætti.“

Cindy Pearlman / New York Times Syndicate

[/Domar]