Eyjan undir sjónum
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2011 | 462 |
|
||
Hljóðbók - streymi | 2023 | App | 1.990 kr. | Setja í körfu |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2011 | 462 |
|
||
Hljóðbók - streymi | 2023 | App | 1.990 kr. | Setja í körfu |
Um bókina
Ambáttin Zarité – kölluð Tété – er barn svartrar móður og hvíts sjóara á eyjunni Saint-Domingue. Hún er ofurseld ofbeldi og ótta í bernsku en finnur huggun í afrískum trumbutakti og vúdúgöldrum. Svo kaupir Toulouse Valmorain, auðugur ungur plantekrueigandi, hana handa spænskri eiginkonu sinni – og til eigin nota. Líf og örlög húsbænda og ambáttar fléttast saman á þeim óeirðartímum sem fara í hönd þegar þrælarnir á eyjunni gera blóðuga uppreisn undir forystu byltingarforingjans Toussaints Louverture. Valmorain flýr til Kúbu og þaðan til New Orleans þar sem Tété fær loks að skapa sér eigin tilveru. En böndin sem binda hana við Valmorain verða ekki slitin.
Í þessari nýju sögulegur skáldsögu segir Isabel Allende áhrifamikla sögu af konu sem gefst ekki upp við að leita ástar og hamingju í grimmúðugum heimi. Lifandi persónur og grípandi atburðarrás minna á þekktustu bækur hennar, Hús andanna og Evu Lunu.
ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
Hljóðbókin er 19 klukkustundir og 27 mínútur að lengd. Elva Ósk Ólafsdóttir og Sigríður Eyrún Friðriksdóttir lesa.
Sigrún Á. Eiríksdóttir þýddi.
“… ég var ekki búin með nema nokkrar blaðsíður þegar þeir voru þarna ljóslifandi komnir, töfrarnir hennar [Isabel Allende] sem ég er búin að sakna svo mikið … ég spændi hana í mig á einum degi … Aðdáendur Isabel Allende verða alveg örugglega ekki sviknir af þessari bók.”
Hildur Knútsdóttir / bogvit.blogspot.com
„Mögnuð saga.“
Gurrí / Vikan
„Brennandi ástríður, sterkar kvenhetjur og flókin atburðarás … heimur sem er jafntöfrandi og hann er grimmur og óréttlátur.“
SAN FRANCISCO CHRONICLE
„Sagan geymir hvorki meira né minna en byltingarsögu fyrsta svarta lýðveldisins … Allende nýtur þess að lýsa sögutímanum í smáatriðum … og persónur hennar iða líka af lífi.“
THE NEW YORK TIMES BOOK REVIEW
„Óður til frelsisins.“
EL MUNDO
„Margþætt meistaraverk, ljúft og áhrifamikið, fagurt, erótískt og hin besta skemmtun. Isabel Allende svíkur aldrei.“
Reseñas literarias