Höfundar: Jón Birgir Pétursson, Eyjólfur Jónsson

Eyjólfur Jónsson vakti gríðarlega athygli og aðdáun á sínum tíma fyrir sjósund sín en hann synti meðal annars frá Reykjavík til Akraness. Lífið hafði þó ekki brosað við Eyjólfi á æskuárum hans á Grímsstaðaholtinu þegar erfið veikindi vörpuðu myrkum skugga á tilveruna. Æska hans einkenndist annars af óslökkvandi lífsþorsta en Eyjólfur var nátengdur því fólki sem varð fyrirmynd persónanna sem Einar Kárason gerði ódauðlegar í Eyjasögum sínum. Í starfi lögreglumanns var Eyjólfur síðar með fingurinn á púlsi bæjarlífsins og hafði afskipti af ótrúlegustu málum. Eftir að hafa misst eiginkonu sína og lífsförunaut fann Eyjólfur aftur ástina og lífskraftinn í Ástralíu þar sem hann býr nú.
Saga Eyjólfs er í senn saga ótrúlegs afreksmanns og eldhuga og einstæð lýsing á viðburðaríku lífi fólks í bæ sem breyttist í borg.