Ramónu hafði lengi langað til að ferðast til Íslands.

Nú ákveður hún að notafæra sér hæfileika sinn til að fara í tímaflakk og taka Theó, Úlriku vinkonu sína og Róbert frænda sinn með. Hundurinn Plútó slæst einnig með í förina.

Á Íslandi lenda þau í ótal ævintýrum og mannraunum og fara á milli tímabila í sögu landsins.