Þú ert hér://Fjölgreindir í skólastofunni

Fjölgreindir í skólastofunni

Höfundur: Thomas Armstrong

Bandaríski prófessorinn Howard Gardner kom árið 1983 fram með nýja kenningu, fjölgreindakenninguna, sem valdið hefur byltingu í allri umræðu og viðhorfi til kennslu og uppeldis. Gardner taldi að skilgreiningin á greind væri of þröng og setti fram þá kenningu að maðurinn byggi yfir að minnsta kosti sjö grunngreindum en bætti en bætti síðar þeirri áttundu við. Þær eru: málgreind, rök- og stærðfræðigreind, líkams- og hreyfigreind, tónlistargreind, samskiptagreind, sjálfsþekkingargreind og umhverfisgreind.

Í þessari bók, sem er endurbætt útgáfa af mikilli metsölubók, útskýrir höfundurinn Thomas Armstrong kenningar Gardners og bendir á hvernig uppalendur og kennarar á öllum skólastigum geta nýtt sér fjölgreindakenninguna.

Thomas Armstrong er mörgum íslenskum kennurum að góðu kunnur. Hann kom til Íslands árið 1999 á vegum Kennarasambands Íslands og hélt eftirminnilegt erindi á þingi kennara í Reykjavík.

Erla Kristjánsdóttir lektor við Kennaraháskóla Íslands þýddi og staðfærði bókina.

Verð 4.655 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Mjúkspjalda - 1 Verð 4.655 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkar: / /