„Bærinn okkar er fullur af þorpurum og öðrum stórum, heimskum slánum sem geta ekki látið góða drengi eins og mig og nokkra aðra í friði,“ segir hinn litli óforbetranlegi sögumaður Fúsa froskagleypis. Og hann veit hvað hann syngur. Fúsi hefur ítrekað reynt að klófesta hann. En Fúsi hafnar með ævintýralegum hætti í sirkus og sögumaður okkar á ekki hvað minnstan þátt í því ...

Fúsi froskagleypir kom fyrst út á íslensku 1973 í þýðingu Önnu Valdimarsdóttur. Bókin er prýdd teikningum höfundarins en dóttir hans, Maya Bang Kirkegaard, hefur litað þær sérstaklega fyrir þessa útgáfu.