Þetta sígilda ævintýri er nú loksins fáanlegt í vandaðri og innbundinni útgáfu í íslenskri þýðingu.
Fellibylur feykir húsinu hennar Dóróteu til framandi töfralands þar sem hún lendir ásamt hundinum sínum, Tótó. Staðráðin í að komast heim, ákveður Dórótea að leita hjálpar galdrakarlsins í Oz en á leiðinni til hans hittir hún ljón, fuglahræðu og skógarhöggsmann úr tini. Saman lenda þau í spennandi ævintýrum áður en þau ná til hans.

Edda gefur út.