Höfundur: Skarphéðinn Bergþóruson

Fyrst bakið er autt á blaðinu
er ég enn að – um mávagargs-
morgna – ljóðin sem aldrei þorna
– ótalda angistarsvitadropa
og haldlitasopheita bjórsopa
– kalkúnakúrinn – rúðustrikuð
blöðin, ritvélina, bílskúrinn

— fyrst bakið er autt á blaðin
er ég enn að – því ég get ekki
– vil ekki – get ekki fokking hætt.