Höfundur: Benedikt Gröndal

Teikning eftir Benedikt Gröndal (1826-1907), síða úr stórvirki hans Dýraríki Íslands sem gefin var út í bókarformi á 8. áratugnum en hefur verið ófánleg í um þrjá áratugi.

Veggspjaldið er 40×50 sm. Rammi fylgir ekki.

Benedikt Gröndal (1826-1907) var einn helsti menningarfrömuður Íslendinga á seinni hluta 19. aldar. Faðir hans, Sveinbjörn Egilsson, var kennari við Bessastaðaskóla, þýðandi og annálaður stílisti á íslensku.

Benedikt gekk í skólann á Bessastöðum, fór síðan til náms í Kaupmannahöfn og lagði stund á náttúrufræði og tungumál. Hann var nafntogað skáld og rithöfundur, varð fyrstur Íslendinga til að ljúka meistaraprófi í norrænum fræðum, stofnaði Hið íslenska náttúrufræðifélag og kom á fót náttúruminjasafni, auk þess að kenna um árabil náttúrufræðigreinar við Læra skólann. Hann var mikilvirkur safnari og teiknari og eftir hann liggja tvö stór og glæsileg yfirlitsverk um íslenska náttúru sem bæði hafa verið gefin út, Dýraríki Íslands og Fuglar Íslands.

Benedikt Gröndal (1826-1907) was a seminal figure in Icelandic culture life in the last decades of the 19th Century as collector, illustrator, poet and writer. Raised at the only grammar school in Iceland at the time, the School of Bessastaðir, he was from early age provided with outstanding education in languages by his father, a teacher at the school. He continued his studies at the University in Copenhagen and was the first Icelander to complete a master degree in Old Norse studies.

After pursuing his studies in natural sciences he later returned to Iceland and became active as a collector and illustrator of marine species, birds and plants. He founded the Icelandic Society of Natural History and organized the first permanent exhibition of the Icelandic Museum of Natural History at his home in Reykjavík. He collected his nature illustrations in two major volumes, The Animal Kingdom of Iceland and Birds of Iceland, both of which were not published until decades after his death.