Háski í hafi – Pourquoi-Pas?

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2016 5.990 kr.
spinner

Háski í hafi – Pourquoi-Pas?

5.990 kr.

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2016 5.990 kr.
spinner

Um bókina

Manndrápsveður á Mýrum

Mýrarnar við Faxaflóa eru fagrar á góðum degi en geta breyst í stórhættulegar gildrur fyrir skip þegar manndrápsveðrin hellast yfir fyrirvaralaust. Þar hafa orðið sum af hræðilegustu og sögulegustu sjóslysum á Íslandi.

Þessi nýja bók í hinum vinsæla flokki Háski í hafi segir frá sjóskaða, björgunarafrekum, hörmungum og jafnvel galdrakindum á Mýrum.

Stærstur hluti bókarinnar er helgaður franska rannsóknarskipinu Pourquoi-Pas? sem fórst á skerinu Hnokka árið 1936. Hinn heimsfrægi vísindamaður Charcot fórst þar með allri áhöfn – nema einn maður komst af. Síðasta verk Charcots var að sleppa innilokuðum máfi út í frelsið.

INNskráning

Nýskráning