Höfundur: Ragnhildur Þórðardóttir

Ertu að leita að töfralausn? Þá er þetta ekki bókin fyrir þig! Ragga Nagli boðar ekki skyndiátak, heldur varanlegan lífsstíl. Stjórnaðu eigin heilsu, líðan og útliti með hugann að vopni. Já, þú last rétt: Hugann! Eins og dyggir lesendur Röggu Nagla á netinu vita kann hún jafnt að skipuleggja skemmtilegar og árangursríkar æfingar, sem og að töfra fram uppskriftir sem gera heilsufæði að sannkölluðum sælkeraréttum. En allra best er hún þó í að kenna fólki að taka til í eigin huga.