Hin mörgu andlit lýðræðis

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2015 203 4.290 kr.
spinner

Hin mörgu andlit lýðræðis

4.290 kr.

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2015 203 4.290 kr.
spinner

Um bókina

Hvers konar lýðræði hentar sveitarfélögum? Eiga þau fyrst of fremst að vera smávaxnar eftirmyndir landsstjórnarinnar eða eiga róttækari hugmyndir um beint lýðræði þar betur við?
Á undanförnum árum hafa hugmyndir um íbúalýðræði átt vaxandi fylgi að fagna á Íslandi þar sem stjórnmálaflokkar og valdamiklir bæjarstjórar hafa löngum gegnt stóru hlutverki, og oft verið í miklu návígi við áhrifamikil fyrirtæki og verktaka ef marka má gagnrýnendur. Aukin tækifæri almennings til þáttöku í ákvörðunum gætu, samkvæmt því, skapað betra jafnvægi á milli sérhagsmuna og almannahags.
Þessar hugmyndir eru teknar til skoðunar í bókinni Hin mörgu andlit lýðræðis. Valdakerfi sveitarfélaganna er athugað og kannað hvort hagsmunir almennings víki fyrir kröfum áhrifamikilla þrýstihópa. Róttækar þátttökukenningar eru jafnframt ígrundaðar með hliðsjón af því hvort stórbæta megi lýðræðið á sveitarstjórnarstiginu með víðfeðmri þáttöku almennings. Niðurstaða höfundar er sú að veikleikar í valdakerfi margra sveitarfeálaga kalli á breytingar en umbætur í anda íbúalýðræðis mæti ekki nema að takmörkuðu leyti þeirri þörf sem er á umbótum í stjórnmálum, stefnumótun og stjórnsýslu sveitarfélaga.

Tengdar bækur

INNskráning

Nýskráning