Þú ert hér://Í barnsminni: minningaslitur frá bernskuárum

Í barnsminni: minningaslitur frá bernskuárum

Höfundur: Kristmundur Bjarnason

Kristmundur Bjarnason rithöfundur á Sjávarborg átti aldarafmæli hinn 10. janúar 2019. Af því tilefni gaf Sögufélag Skagfirðinga út bernskuminningar hans, Í barnsminni, sem hann ritaði að mestu á árunum 2005-2006. Bókin er einkar fjörlega skrifuð og þar eru dregnar upp bráðlifandi myndir af uppvexti söguhetjunnar. Sr. Tryggvi H. Kvaran prestur á Mælifelli og Anna Gr. Kvaran tóku hann barnungan í fóstur og ólu upp með dætrum sínum tveimur, Hjördísi og Jónínu. Björg Einarsdóttir, móðir sr. Tryggva, var til heimilis á Mælifelli og Kristmundur kallaði hana jafnan ömmu, en þau sr. Tryggva og Önnu pabba og mömmu. Margir koma við sögu og Kristmundi er einkar lagið að lýsa fólki, einkennum þess og afdrifum. Hér eru sagðar nokkrar eftirtektarverðar og minnisstæðar örlagasögur.

Hann fjallar einstaklega vel um þá togstreitu sem ríkti í huga drengsins um samskipti við foreldra sína, Bjarna Kristmundsson og Kristínu Sveinsdóttur. Margir koma við sögu og Kristmundi er einkar lagið að lýsa fólki, einkennum þess og afdrifum. Hér eru sagðar nokkrar eftirtektarverðar og minnisstæðar örlagasögur um leið og lýst er uppátækjum drengsins, aldarfari og sveitarbrag, tækninýjungum, skáldskap. Um hundrað myndir prýða ritið.

Kristmundur er löngu þjóðkunnur af ritstörfum sínum, einkum á sviði héraðssögu, en síðast gaf hann út bók árið 2008, ævisögu Gríms Jónssonar amtmanns á Möðruvöllum, Amtmaðurinn á einbúasetrinu. Fjölbreytt stílbrögð og vönduð meðferð máls eru sem fyrr aðalsmerki hans. Kristmundur er heiðursfélagi Sögufélags Skagfirðinga.

Verð 5.490 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Innbundin 236 2019 Verð 5.490 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkur:

Eftir sama höfund