Þú ert hér://Í luktum heimi

Í luktum heimi

Höfundur: Fríða Á. Sigurðardóttir

Því hvað gat hann sagt?
Að hann hefði vaknað upp einn morgun óviðbúinn með spurningu gjallandi í eyrunum?
Merkingarlausa spurningu, síendurtekna, sem dregur hann lengra og lengra, vekur honum friðleysi, stundum jafnvel eitthvað í ætt við óljósar sjálfsmorðshugleiðingar, sem hann veit þó að hann er enginn maður til að framfylgja. Er þetta allt og sumt?
Hafði ekki hugmynd um hvaðan hún kom þessi fráleita spurning eða hvað hún merkti. Visi að hún var rugl, að líf hans var harla gott. Hann hafði allt sem einn maður gat óskað sér.

Söguhetja Í luktum heimi  heitir Tómas, er tæplega fimmtugur og áleitnar spurningar sækja að honum: Hvað er það sem gefur lífinu gildi? Hvaða stjórn hefur einstaklingurinn á örlögum sínum? Ástinni? Hamingjunni? Eða eru ást og hamingja kannski bara orðin tóm; slitgjarnt haldreipi hins örvæntingarfulla manns sem kominn er af léttasta skeiði?

Skáldsaga Fríðu Á. Sigurðardóttur Á meðan nóttin líður sló eftirminnilega í gegn og var meðal annars tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Í luktum heimi er bók sem ekki bregst aðdáendum Fríðu; hér má glöggt þekkja höfundareinkenni hennar, um leið og hún sýnir á sér nýjar hliðar. Sagan er átakanleg en í stílnum býr samtleiftrandi kímni og mannskilningur.

Frá 820 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Innbundin 281 1997 Verð 820 kr.
Kilja 281 1994 Verð 990 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkar: / / / /

Eftir sama höfund