„Á átjándu öld var uppi í Frakklandi maður sem var í hópi allra snjöllustu og andstyggilegustu einstaklinga sinnar aldar, og það þótt hún væri annars engan veginn fátæk af snjöllum og andstyggilegum einstaklingum. Það er saga hans sem hér verður sögð.“

Þannig hefst sagan af Jean-Baptiste Grenouille sem fæðist undir blóðugu fisksöluborði í París. Nöturleg koma hans í heiminn er þó aðeins upphafið að furðulegu lífshlaupi þesa grimma og einstæða snillings sem er gæddur yfirskilvitlegu lyktarskyni – á hinn bóginn ber hann enga líkamslykt sjálfur.

Ilmurinn – saga af morðingja hefur farið sannkallaða sigurför um heiminn á þeim tuttugu árum sem liðin eru frá útkomu hennar. Hún var ein þeirra bóka sem rauf múrinn milli spennusagna og fagurbókmennta og hefur bæði unnið til fjölda verðlauna og setið í efstu sætum metsölulista um heim allan.