Innan lands

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2007 2.990 kr.
spinner

Innan lands

2.990 kr.

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2007 2.990 kr.
spinner

Um bókina

Ljósmyndabækur metsöluhöfundarins Sigurgeirs Sigurjónssonar hafa borist víða um heiminn, enda hafa bækur hans verið gefnar út á fjölmörgum tungumálum og lengi verið meðal vinsælustu landkynningarbóka á Íslandi. Nægir að nefna titla eins og Ísland – landið hlýja, Amazing Iceland, Íslandssýn/Lost in Iceland og Landið okkar/Found in Iceland.

Made in Iceland/Innan lands ber öll einkenni höfundar síns; þar er að finna stórfenglegar landslagsmyndir út öllum landshlutum og eftirminnilegar mannlífsmyndir. Listfengi Sigurgeirs og næm tilfinning fyrir birtu einkennir bókina ásamt fundvísi og frumleika í vali á myndefni.

Dorritt Mousaieff, forsetafrú, skrifar inngangsorð að bókinni. Þar segir m.a.: ,,Ísland er dæmi um land í mótun. Í jarðfræðilegu tilliti er það yngsta land jarðar. Hér er enginn dagur öðrum líkur og hvergi er hægt að verða vitni að annarri eins sköpun – bæði í náttúrunni og hjá fólkinu.“

Þessi bók er í mjúku bandi og handhægu broti og er tilvalin gjöf til vina og viðskiptavina heima og erlendis.

Hún kemur út á fjórum tungumálum; íslensku, ensku, frönsku og þýsku.

INNskráning

Nýskráning