29. bindi í bókaflokki Margit Sandemo um Ísfólkið.

Sagan hefst á Íslandi en um sama leyti er Saga Símonar, álagabarn af Ísfólkinu, á leið frá Svíþjóð til Noregs vegna skilaboða að handan. Örlögin haga því þannig að hún fær tvo glæsilega ævintýramenn sem ferðafélaga. Annar þeirra verður altekinn þrá til Sögu og vafasamt er að hinn sé nógu sterkur til að afstýra vandræðum. Saga elskar annan þeirra en hver er sá í raun?

Kynngimögnuð örlagasaga afkomenda Þengils hins illa.

MARGIT SANDEMO höfundur Ísfólksins er fædd 23. apríl 1924 i Östre Toten i Noregi. Margit skrifar á sænsku og gaf út sína fyrstu bók árið 1964. Í allt hefur Margit skrifað meira en 170 bækur og er mest seldi rithöfundur Norðurlandanna með meira en 39 milljónir seldra bóka. Þar af hefur Sagan um Ísfólkið selst í um 25 milljónum eintaka um allan heim.