Næturdímoninn Tamlin er sendur af Þengli illa til að njósna um Ísfólkið. Hann vitjar þess í martröðum og rænir það öllum áætlunum um framtíðina.

En Þengill gerði ekki ráð fyrir Vönju, dóttur Agnetu og Úlfars. Hún býr yfir afar sérstökum hæfileikum, jafnvel á mælikvarða Ísfólksins.

Enginn sér Tamlin nema Vanja og hún verður ástfangin af honum. Of seint kemst hún að því á hvers snærum hann er…