Höfundur: J.R. Porter

Hér er fjallað um líf og starf Jesú, gyðinglegar rætur hans og samfélagið sem hann lifði og hrærðist í. Greint er frá ævi hans, boðskap og kennitíð samkvæmt frásögnum guðspjallamannanna, og vísað er til merkra heimilda í sagnfræði og fornleifafræði. Loks er fjallað um túlkunarleiðir: Hvaða augum leit Jesús sjálfan sig samkvæmt þeim heimildum sem fyrir hendi eru og hvernig hafa menn kosið að nálgast og skilja persónu hans og boðskap? Loks er lýst hinni auðugu listhefð sem tengist Jesú í sögu kristinnar myndlistar. Bókina prýða rúmlega 180 litmyndir og landakort af sögustöðum.