Viltu rækta þínar eigin kryddjurtir; elda úr þeim, útbúa kryddolíur og mauk eða ilmolíur og sápur?
Hér gefur Auður Rafnsdóttir einföld og gagnleg ráð um ræktun tólf algengra kryddjurta og margs konar nýtingu á þeim. Auður heldur utan um vinsæla síðu íslenskra kryddjurtaræktenda á Facebook og hefur stýrt sjónvarpsþáttum um sama efni á Hringbraut.
• Sáning og umhirða tólf algengra kryddjurta
• Fjölbreyttar aðferðir til að þurrka, frysta og geyma
• Fjöldi uppskrifta og hugmynda að nýtingu
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Handhægt og skemmtilegt rit … hagnýtar upplýsingar settar fram á einfaldan og aðgengilegan máta en einnig boðið upp á uppskriftir og hugmyndir að því hvernig best er að nýta uppskeruna.“
Guðríður Haraldsdóttir / Vikan