Kynþáttafordómar í stuttu máli

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 2020 125 3.190 kr.
spinner

Kynþáttafordómar í stuttu máli

3.190 kr.

Kynþáttafordómar í stuttu máli
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 2020 125 3.190 kr.
spinner

Um bókina

Ekki er langt síðan margir héldu því fram víða í Evrópu og Bandaríkjunum að kynþáttafordómar heyrðu nú sögunni til. Pólitískar sviptingar og uppgangur popúlistaflokka á síðastliðnum árum hafa aftur á móti dregið slíka fordóma aftur fram í dagsljósið sem eitt af stóru viðfangsefnum samtímans. Á Íslandi vaknar reglulega umræða um fordóma af þessu tagi, þeir eru jafnan fordæmdir en einnig velta menn vöngum yfir því hvað þeir séu og hvort og hvernig þeir séu hluti af íslenskum veruleika.

Í bókinni Kynþáttafordómar – í stuttu máli eru kynþáttahugmyndir teknar til skoðunar. Markmið bókarinnar er tvíþætt. Annars vegar að gefa greinargóða skýringu á kynþáttafordómum í ljósi nýlegrar fræðilegrar umræðu og hins vegar að sýna hvernig kynþáttahugmyndir hafa birst í íslenskri umræðu í ýmsum myndum, bæði í fortíð og samtíma.

Kristín Loftsdóttir er prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands.

Tengdar bækur

INNskráning

Nýskráning