Latína er list mæt

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2014 390 5.385 kr.
spinner

Latína er list mæt

5.385 kr.

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2014 390 5.385 kr.
spinner

Um bókina

Latína er list mæt er úrval greina Sigurðar Péturssonar um latínumenntir íslendinga á tímabilinu 1550-1800. Latínukveðskapur íslenskra höfunda frá þessum öldum ber skýran vott um viðamikla þekkingu á alþjóðlegum hefðum, hvort sem er á sviði lofkvæða, þakkarljóða, brúðkaupskvæða, erfiljóða eða trúarlegs kveðskapar.
Greinarnar fjalla um viðfangsefnið í víðu samhengi, allt frá almennu yfirliti um nám í latneskri málfræði og latínumenntun kvenna til endursköpunar klassískra goðsagna í kvæðagerð skálda sem mörg eru gleymd. Einstök latínukvæði eru gefin út ásamt þýðingum, skýringum og æviágripi höfunda. Sögulegt samhengi kvæðanna er útskýrt og sýnt hvernig fagurfræði fornaldarinnar endurómar í skáldamáli þeirra.
Bókinni fylgir skráin Index carminum ab Islandis latine compositorum sem geymir brag- og bókfræðilegar upplýsingar um latínukvæði íslenskra skálda í aldanna rás.

Tengdar bækur

INNskráning

Nýskráning